Vel gert er sýning nemenda á öðru ári í myndlistardeild LHÍ sem sótt hafa námskeiðið Rými, í umsjá Ólafar Nordal.

Í Rými hafa nemendur unnið markvisst með rýmistengda list, skúlptúr, innsetningu og verk í opinberu rými. Síðustu daga hafa nemendur lagt undir sig hús að Brautarholti 18 þar sem þau ýmist vinna með það umhverfi sem fyrir er eða umbreyta því í eitthvað nýtt.

Sýnendur eru þau: Anna Andrea Ottósdóttir Winther, Ásbjörn Erlingsson, Benjamin Hartmann, Guðný Sara Birgisdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Harpa Másdóttir, Stefán Hermannsson, Svanhildur Halla Haraldsdóttir og Þórunn Kolbeinsdóttir.

Sýningin Vel gert verður opin þriðjudaginn 13.des frá kl. 18:00 – 20:00.

Kennarar námskeiðsins ásamt Ólöfu Nordal voru þau Anna Líndal, Sindri Leifsson, Ragnhildur Stefánsdóttir, Berglind Jóna Hlynsdóttir og Halldór Úlfarsson.

Facebookviðburður sýningarinnar