Nemendur Listaháskóla Íslands sem taka þátt í raflistanámskeiði RAFLOST hátíðarinnar sýna afrakstur vikunnar á sýningu sem haldin verður í húsakynnum Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91, í dag föstudaginn 27. maí kl. 17 - 19.
Verkin sem sýnd verða eru þrjú, gagnvirkar innsetningar sem unnar eru í hópavinnu og nota tölvur, rafmagn og nýja miðla sem efnivið.
Sýningin er hluti af dagskrá RAFLOST hátíðarinnar sem er haldin í Mengi, Óðinsgötu 2.  Sjá nánari um dagskrá hátíðarinnar hér.

Á námskeiðinu vinna nemendur þverfaglega og nýta mismunandi tól og tæki til að skapa rafrænan listheim. 

Kennarar eru Áki Ásgeirsson, Jesper Pedersen og Ríkharður H. Friðriksson.

Um RAFLOST
RAFLOST er raflistahátíð sem haldin er í Reykjavík ár hvert.
Hátíðin sameinar ólík listform, tónlist, myndlist, dans, vísindi, hakkara, miðlalist, listnám o.s.frv. ásamt listtækni í heimagerðarmenningu nútímans.

RAFLOST hátíðinni er ætlað að örva raflistalífið í Reykjavík, nemendur í Listaháskóla Íslands, DIY tölvu og rafhakkarasamfélagið og tilraunalistsamtök eins og S.L.Á.T.U.R. og Lornalab. Einnig hafa erlendir listamenn og nemendur tekið þátt í hátíðinni frá upphafi sem skapar dýrmæt tengsl við alþjóðlega þróun á þessu sviði.