Ómkvörnin er uppskeruhátíð tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Þar eru flutt ný verk eftir tónsmíðanemendur skólans af hljóðfæraleikurum skólans sem og tónlistarfólki annarsstaðar frá.
 
14. des verður Ómkvörnin í Mengi þar sem nemendur úr texta og lagasmíða áfanga sýna afrakstur annarinnar klukkan 18:00. Klukkan 21:00 eru verk eftir nemendur á tónsmíðabraut þar sem blandað er saman hljóðheimum raf og akústískra hljóðfæra.
 
15. des er hátíðinn í Kirkju Óháða Safnaðarins. Þar eru einnig tvennir tónleikar. Klukkan 18:00 eru lögð áhersla á sönglög - kórlög. Seinni tónleikarnir eru klukkan 20:30. Þá eru verk sem standa saman af smærri kammerhópum.
 
Listaháskóli Íslands hvetur alla þá sem hafa áhuga á nýrri íslenskri samtímatónlist að mæta á hátíðina. Ókeypis aðgangur er á Ómkvörnina.