László Rajk arkitekt, leikmyndahönnuður og prófessor í kvikmyndahönnun er staddur hér á landi í tengslum við Stockfish kvikmyndahátíðina. Hann verður gestur okkar í málstofu n.k. föstudag kl. 12:15 í Sölvhóli við Sölvhólsgötu. 

Í gegnum tíðina hefur László m.a. tilheyrt pólitískum neðanjarðarhreyfingum, setið á þingi og rekið ólöglega bókabúð frá heimili sínu. László er leikmyndahönnuður myndarinnar Son of Saul  en hún er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu erlendu myndina sem verður sýnd á Stockfish. László verður viðstaddur Q&A Stockfishsýningu myndarinnar og fá nemendur Listháskólans fá 25% afslátt af miðaverði. Við mælum með því að sem flestir sjái myndina, fylgist með í Q&A og mæti svo á málstofuna hér daginn eftir. Hér má sjá nánar um hátíðina og kaupa miða http://stockfishfestival.is 

Vonumst til að sjá sem flesta

Sviðslistadeild