Verið hjartanlega velkomin að samgleðjast okkur í tilefni útgáfu bókarinnar “Lóðrétt rannsókn: Ódauðleg verk Áhugaleikhúss atvinnumanna 2005-2015” eftir Steinunni Knútsdóttur, sviðslistakonu og deildarforseta sviðslistadeildar Listaháskólans. Bókin er gefin út í samstarfi Listaháskólans og Háskólaútgáfunnar.

Fögnuðurinn fer fram í Tjarnarbíói þriðjudaginn 8. nóvember, kl. 17.

Boðið er uppá léttar veitingar og hægt verður að kaupa bókina á hagstæðara verði en í verslunum.

Við tökum fagnandi á móti ykkur!

Í bókinni varpar Steinunn persónlegu ljósi á tíu ára sögu Áhugaleikhúss atvinnumanna og rekur tilurð leikverkanna sem saman mynda kvintólógíuna „Ódauðleg verk“. Hún kryfur hvert og eitt verk út frá samhengi þess, aðferðum og erindi og veitir lesandanum innsýn í menningarpólitískan jarðveg verkanna. Enn fremur lýsir hún hér afstöðu leikhópsins til starfsumhverfis sviðslista á Íslandi. Þá birtast í bókinni handritin sjálf og opinber gagnrýni um sviðsetningar leikhópsins í fullri lengd, auk hugleiðinga samferðafólks úr listheiminum.