Dans og tónlistarsmiðja fyrir 4-6 ára börn

 
Smiðja þar sem farið verður í lítið ferðalag um Regnbogaland!
 
Ný barnatónlist úr leitinni að regnboganum verður notuð í smiðjunni þar sem litirnir lenda í ævintýrum. Unnið verður með dans, tjáningu, slæður, hristur og litina. Áhersla verður á að efla hreyfifærniþroska, ímyndunaraflið og sköpunarkraft barnanna.
 
Þátttakendur eru hvattir til þess að vera í þægilegum fatnaði sem hægt er að hreyfa sig í.
 
 
Danssmiðjan er hluti af dagskrá útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands.
 
Kennari: Guðný Ósk Karlsdóttir, danskennari, söngkona og útskriftarnemi frá listkennsludeild LHÍ.

Hér má lesa nánar um lokaverkefni Guðnýar.