Tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar og Þorkel Sigurbjörnsson hljómar á óformlegum hádegistónleikum í Háteigskirkju, föstudaginn 23. mars klukkan 12 en þá mun Sinfóníetta tónlistardeildar spila nokkur af verkum þessara íslensku tónskálda sem hún hefur verið að fást við undanfarið.

Á meðal verka sem Sinfóníettan spilar er Séð frá tungli eftir Jórunni Viðar við ljóð Sjón, Four Better Or Worse  eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Together With You eftir Atla Heimi Sveinsson, Sjöstrengjaljóð eftir Jón Ásgeirsson og kaflar úr Stokkseyri fyrir söngrödd og kammersveit eftir Hróðmar Sigurbjörnsson við ljóð Ísaks Harðarsonar, . 

Stjórnendur Sinfóníettunnar eru Guðni Franzson og Sigurður Halldórsson. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.