Marzia Aricó er viðskiptahönnuður (e. Business Designer) hjá Livework fyrirtækinu sem sérhæfir sig í þjónustuhönnun. Hún leggur nú stund á doktorsnám við Copenhagen Business School og fjallar doktorsverkefni hennar um það hvernig þjónustuhönnun getur stutt stofnanir í að leggja aukna áherslu á þjónustu í stað þess að einblína á vöruna. Aricó er þáttakandi í DESMA rannsóknarnetinu en markmið þess er að kanna hvort og hvernig hönnun geti orðið leiðandi í nýsköpun í Evrópu á næstu fimm árum. Marcia Aricó borgar leigu í Rotterdam, nemur í Kaupmannahöfn, rannsakar í Osló, dreymir í Palermo og er nú stödd á Íslandi til þess að kenna nemendum á meistarastigi í hönnun.

Í fyrirlestrinum mun Aricó deila skoðunum sínum á hönnun sem tóli til að hugsa í tengingum og hlutverki og tækifærum sem hún sér fyrir hönnuði framtíðarinnar. 



Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.



The lecture is in English and open to the public.