Gerwin Schmidt og Patrick Thomas eru báðir prófessorar í grafískri hönnun við Staatliche Akademie der Bildenden Künste í Stuttgart. Þeir halda tvöfaldan fyrirlestur í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, GESTAGANGI, í Þverholti 11, fyrirlestrasal A, 24. ágúst klukkan 17:00. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

Professors of Communication design at Staatliche Akademie der Bildenden Künste in Stuttgart, Gerwin Schmidt and Patrick Thomas, will host a double lecture in lecture room A in Þverholt 11 on Wednesday the 24th of August at 17:00. The lecture is  in English and open to the public.

Gerwin Schmidt hefur rekið eigin hönnunarstofu í Munchen í Þýskalandi síðan 1997. Hann starfar á öllum sviðum grafískrar hönnunar. Hann hannar plaköt, tímarit, bæklinga og mörkun fyrir söfn, menningarviðburði, og viðskiptavini á borð við Kammersveit Munchen, heimildamyndahátíðina DOK.fest Munchen, Gaggenau og Bulthaup. Hann hefur gegnt stöðu prófessors í grafískri hönnun við State Academy of the Arts í Stuttgart síðan 2003 og var kosinn meðlimur í AGI (Alliance Graphique Internationale) sama ár. Verk hans hafa hlotið margar alþjóðlegar viðurkenningar og tilheyra mikilvægum hönnunarsöfnum. Í fyrirlestrinum mun hann tala um fjölbreyttar nálganir við hönnun veggspjalda sinna.The lecture will be held in lecture hall A, Þverholt 11.

Gerwin Schmidt is running his own design-studio in Munich (Germany) since 1997. He works in all fields of graphic-design. He develops posters, magazines, catalogues and corporate designs for museums, cultural events, culture and business clients, like the Munich Chamber Orchestra, the Munich Documentary Movie Festival, Gaggenau and Bulthaup. He became Professor for Communication Design at the Stuttgart State Academy of Art and Design in 2003. Since 2003 he was also elected as member of AGI (Alliance Graphique Internationale). His work has often been awarded prizes in international design competitions and it is a part of important design collections. In his lecture he will talk about diverse strategies behind the creation of his poster design work.

http://gerwin-schmidt.de/

/

Patrick Thomas er grafískur hönnuður og prófessor við SABK í Stuttgart. Eftir að hafa búið til myndir fyrir alþjóðlega fjölmiðla í tuttugu ár, tók Thomas þá stóru ákvörðun að hætta að vinna fyrir aðra og einbeita sér að eigin verkum, sem hann hefur nú sýnt í fimm heimsálfum. Í fyrirlestrinum mun hann greina frá því hvaða slóð hann hefur fetað á sínum ferli síðan hann var við nám í Liverpool og síðar við Central Saint Martins og Royal College of Art í London. Hann mun tala um ástríðu sína fyrir hinu prentaða, mikilvægi þess að hafa áhrif á fólk með hönnun og hvernig hann hefur sett á fót prentstúdíó í Barcelona og Berlín til að ná því markmiði.

After twenty years making images for the international press, Patrick Thomas took the radical decision to stop accepting commercial work to be able to concentrate on making and publishing his own personal work, which he has since exhibited across five continents. He will explain the path his career has taken since his student days in Liverpool and later at Central Saint Martins and the Royal College of Art in London and how he considers himself very fortunate to have studied when and where he did. He will talk about his passion for print, the importance of ‘reach’ in his work, and how he has set up print studios in Barcelona and Berlin to enable him to achieve this.

http://www.patrickthomas.com/