Snæfríð útskrifaðist sem iðnhönnuður frá École Supérieur de Design Industriel í París árið 1994. Að námi loknu vann hún í París í nokkur ár og þá m.a. að verkefnum fyrir tískumógúlinn Paco Rabanne. Eftir heimkomu starfaði hún um tíma fyrir Iceland Review og á auglýsingastofunni Gott fólk. Frá árinu 2003 hefur hún rekið hönnunarstofu í samstarfi við Hildigunni Gunnarsdóttur. Hafa þær komið að margvíslegum verkefnum og þá einkum unnið mikið fyrir menningargeirann. Árið 2013 gerðu þær dreifingarsamning við Wrong for Hay. 

Í þessu erindi mun Snæfríð fjalla um nokkur verka sinna og Hildigunnar undir yfirskriftinni Umbreyting. Fjallað verður um umbreytingar á efni yfir í form. Umbreytingu tíðaranda, verka, verkferla og upplýsinga. 

Snæfríð hefur verið stundakennari við Listaháskólann frá árinu 2003 og þá m.a. sem leiðbeindi í útskriftarverkefnum nemenda.