Kristján & Kristján stofnuðu arkitektastofuna KRADS árið 2006 ásamt Kristoffer Juhl Beilman & Mads Bay Møller, með aðsetur og starfsemi bæði á Íslandi og í Danmörku. Allir eru þeir útskrifaðir frá Arktitektskolen Aarhus, Danmörku. Samhliða rekstri stofunnar hafa þeir starfað sem stundakennarar, m.a. við LHÍ frá árinu 2007, Arkitektskolen Aarhus, TU-Delft og Aalto University.

Nemar á fyrsta ári í arkitektúr eru nú um mundir að takast á við námskeiðið Hús nr.1 undir leiðsögn KRADS, þar sem lögð er áhersla á hönnunarferli byggingar í heild sinni. Í fyrirlestrinum er veitt innsýn í hönnunarferli tveggja verkefna; Stöðina í Borgarnesi og Automotive Showroom í Herning, Danmörku, en bæði verkin hafa verið tilnefnd til Mies van der Rohe byggingarlistarverðlaunanna.