Atli Ingólfsson heldur fyrirlestur í málstofu tónsmíðanema föstudaginn 16. september í stofu 533, Sölvhólsgötu 13. Fyrirlesturinn nefnist Frá klifun til hávaða. Þar mun Atli fjalla um samband milli skáldskapar og skipulags í verkum sínum, einkum með hliðsjón af einleiksverkunum. Farið verður ofan í saumana á Cono di fede fyrir kontrabassa og samsetning þriggja einleiksverka í leikhúsverkinu Composition skoðuð.

Ljósmynd af Atla: Stephan Stephensen