Fimmtudaginn 3. mars kl. 20 frumsýna nemendur á 3 ári á samtímadansbraut einstaklingsverkefnin sín. Hér vinna nemendur að sjálfstæðri uppsetningu fyrir svið, nemandinn velur sjálfur viðfangsefni og aðferð. Áhersla er lögð á að nemendur þrói eigin hugmyndir, vinni úr þeim og finni þá framsetningu sem best hæfir viðfangsefninu.  Nemendurnir eru níu talsins og hefur sýningum verið skipt niður á þrjá sýningartíma. Nánari upplýsingar um verkin, sýningartíma og miðapantanir má sjá eftir helgina á Facebooksíðu skólans.  Verkin eru sýnd í Smiðjunni, Sölvhólsgötu og í Tunglinu, Austurstræti, 3.-5. mars