Leikararnemar á 2 ári sýna eigið höfundaverk

 

Leikaranemar á 2. ári sýna afrakstur Einleiks, 2 vikna námskeiðis,  undir leiðsögn Völu Ómarsdóttur í Kúlunni (í Þjóðleikhúsinu) og í Svarta sal (Sölvhólsgötu 13) föstudaginn 12. maí frá kl. 13 til 16:20.

Verkin eru eftir nemendurna sjálfa og eru 10 min. að lengd.

 

Miðapantanir eru á midisvidslist [at] lhi.is

ATH!
Miðapantanir eru afgreiddar á skrifstofutíma og send verður staðfesting á afgreiðslu miðapantanna við fyrsta tækifæri.

 

Frítt inn og allir velkomnir

 

Einleiksröðin er hluti af Litlu svðslistahátíðinni, en hátíð er hluti af uppskeru núlíðandi misseris.

Hátíðin fer fram dagana 11. – 17. maí. Sjá nánar á lhi.is

 

 

Dagskrá Einleiks

 

Tvö-Eitt

eftir Ebbu Katrínu Finnsdóttir

 

Um verkið

,,Það er ekki eins og ég hafi ekki gert þetta yfir 100 sinnum áður..”

 

Kúlan

13:00

 

Aðstandendur

Ebba Katrín Finnsdóttir

 

Þakkir

Egill Ingibergsson, Vala Ómarsdóttir, starfsfólk Þjóðleikhússins ofl.

 

Góða nótt

eftir Hákon Jóhannesson

 

Um verkið

Af hverju sofum við? Getum við unnið á meðan við sofum? Hver er munurinn á svefnminni og vökuminni? Fáðu nýja sýn á svefn.

 

Svarti salur

13:20

 

Aðstandendur:

Leikari og höfundur: Hákon Jóhannesson.

Driver: Tómas Helgi Baldursson.

Tæknileg aðstoð: Egill Ingibergsson og Stefán Ingvar Vigfússon.

 

Þakkir

Gummi, Tryggvi og annað starfsfólk Þjóðleikhússins.

 

 

Innundir skinni 

eftir Þórdísi Björku Þorfinnsdóttir

 

Um verkið

Líttu á, eitthvað varð til. Innundir skinni. Vex þar og dafnar í skjóli. Við erum á réttu róli.  

 

Svarti Salur

13:40

 

Aðstandendur: Þórdís Björk 

Þakkir: Vala Ómars, Egill, bekkjarsystkini mín og mamma. 

 

 

 

Ef ég er leikkona þá hlýt ég að verða fræ

eftir Eygló Hilmarsdóttir

 

Um verkið

Egg verður bumba, verður maður, verður mannkyn, smíðar bíla, skrifar bækur, byggir hús, leggur teppi, ræktar skóg og málar myndir af skýjum og fuglum...

 

Svarti salur

14:00

 

Aðstandendur

Eygló Hilmarsdóttir

 

Hann var duglegur

eftir Hlyn Þorsteinsson

 

Um verkið :

Þið verðið bara að koma og sjá

 

Kúlan

14:20

 

Aðstandendur:

Jóhanna Halldórsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Helga Þ. Stephensen, Guðbjörg Sumarliðadóttir, Sölvi Páll Þorsteinsson, Kári Þorsteinsson, Sóley Katla Þorsteinsdóttir, Karólína Ósk Þórsdóttir, Guðmundur Magnússon, Magnús Guðmundsson, Stefán Þórsson, Bára Halldórsdóttir, Hulda Halldórsdóttir, Helena Halldórsdóttir, Ester Halldórsdóttir, Nína Halldórsdóttir, Sturla Magnússon, Egill Magnússon, Vala Magnúsdóttir, Eiríkur Stefánsson, Bjartur Stefánsson, Arngrímur Stefánsson, Kristín Berglind Valdimarsdóttir, Katrín Brynja Valdimarsdóttir, 

 

 

Hæhó

Eftir Þóreyju Birgisdóttir

 

Um verkið

allir hressir hér

 

Kúlan

14:50

 

Aðstandendur

Þórey Birgisdóttir

 

Þakkir

Takk allir hlakka til að sjá ykkur

 

Skemmtigarðurinn

Eftir Júlí Heiðar Halldórsson

 

Um verkið

Sagan af dreng sem fer í heimsókn í skemmtigarð sem hann ratar svo ekki út úr aftur. 

 

 

Kúlan

15:10

 

Aðstandendur

Júlí Heiðar Halldórsson

 

Þakkir

Egill Ingibergsson, Vala Ómarsdóttir og Stefán Ingvar Vigfússon

 

 

iBbAp

eftir Aron Má Ólafsson

 

Um verkið

Aron tekst á við það hvernig það er að verða pabbi og veltir fyrir sér allskonar pælingum varðandi það.

 

Kúlan

15:30

 

Aðstandendur

Aron Már Ólafsson

 

Þakkir

Móðurkviður

 

 

...hann; sóló. 

eftir Elísabetu Skagfjörð

 

Um verkið

''Ég kann vel við það, ég kann vel við kerfið. Ég efast um að ég muni nokkurn tíma taka þátt í pólitík nema að því marki sem ég geri nú þegar, en ég kann vel við kerfið. Mér finnst í alvörunni fallegt að skoða það.'' 

 

Kúlan

15:50

 

Aðstandendur: 

Höfundur og flytjandi: Elísabet Skagfjörð

Lýsing: Aron Martin Ágústsson og Elísabet Skagfjörð

 

Þakkir: Egill, Þjóðleikhúsið, Hilmir Kolbeinsson, Vala Ómarsdóttir og bekkurinn.

 

Það er margt sem myrkrið veit 

eftir Árna Beintein

 

Um verkið

Allt sem fer upp kemur niður aftur. Tómarúmið í hjartanu, eins og svarthol. Myrkrið. Eins og slæða sem umlykur allt … eins og tjara í hausnum sem mallar og kraumar. Þangað til það sýður upp úr. 

 

Kúlan

16:10

 

Aðstandendur

Árni Beinteinn

 

Þakkir

Rakel Björk Björnsdóttir, Ísak Hinriksson, Auður Einarsdóttir, Egill Árni Jóhannesson.