HARPA MÁSDÓTTIR

FALLIN SPÝTA

Einkasýning Hörpu Másdóttur opnar fimmtudaginn 23. nóvember kl.17:00 – 20:00 í Naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

„Það liðu margar klukkustundir og smám saman komst Dórótea yfir mestu hræðsluna: en hún var dáldið einmana og vindurinn gnauðaði svo hátt að hún varð næstum því heyrnarlaus. Í fyrstu var hún þess fullviss að hún myndi brotna í marga parta þegar að húsið félli aftur til jarðar; en eftir því sem tímanum leið og ekkert hræðilegt gerðist, þá hætti hún að hafa áhyggjur og ákvað að bíða átekta og sjá hvað framtíðin bæri í skauti sér. Að lokum skreið hún yfir gólfið sem skalf og upp í rúmið þar sem hún lagðist fyrir og Tótó fylgdi henni og lagðist við hliðina á henni. Þrátt fyrir hristinginn í húsinu og gnauðið í vindinum, gat Dórótea brátt lokað augunum og steinsofnað."

Úr Galdrakarlinum í Oz eftir Frank Baum. 1900, bls.16

Velkomin í smágerða útgáfu af vinnustofunni minni. Nú er líður að lokum „óveðursins“ er gott að staldra við og teygja sig í þá hluti sem í húsinu eru, á meðan ekki er víst, hvar við lendum eftir flug síðustu missera. Hér gefur að líta sérvalda hluti, fallnar spýtur og liti úr ferðalagi mínu sem ég vil skoða nánar, til að finna leiðarvísi að heimferðinni. Hér má sjá verksummerki um mína vinnu, daglegu venjur, rannsóknir, baráttu og gögn um þær breytingar sem hafa átt sér stað í rás tímans. Ég býð þér nú að virða fyrir þér vinnustofu mína, með mér, í lausu lofti, án þess að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Nú leita ég svara við spurningunni, hvort ég finni silfruðu skóna og komist aftur heim.

____________________

HARPA MÁSDÓTTIR

FALLEN STICK

"Hour after hour passed away, and slowly Dorothy got over her fright; but she felt quite lonely, and the wind shrieked so loudly all about her that she nearly became deaf. At first she had wondered if she would be dashed to pieces when the house fell again; but as the hours passed and nothing terrible happened, she stopped worrying and resolved to wait calmly and see what the future would bring. At last she crawled over the swaying floor to her bed, and lay down upon it; and Toto followed and lay down beside her. In spite of the swaying of the house and the wailing of the wind, Dorothy soon closed her eyes and fell fast asleep."

From the Wonderful Wizard of Oz by Frank Baum. 1900, page.16

Welcome to a miniature version of my studio. Now the cyclone has almost passed, it is appropriate to pause for a moment and reach out for the things that the house contained during the storm, while we do not know where it will fall down. Here you can find selected objects: fallen sticks and colors that I brought along on this journey and I want to examine to see if I can find a map for my return home. Here you can examine what has occurred, daily habits, research, struggles and general evidence of the changes that have taken place. I invite you to examine my place, while we are still in midair, not knowing what the future holds, or if I will find my silver shoes in order to find my way back home. 

Facebook event

harpa.jpg
 

Á tímabilinu 5. október – 3. desember stendur yfir röð 23 einkasýninga nemenda á 3. ári við myndlistardeild Listaháskólans.

Á hverjum fimmtudegi á tímabilinu opna í senn þrjár einkasýningur í mismunandi sýningarýmum skólans í Laugarnesi, í Naflanum sem er í miðju húsinu, Kubbnum á annarri hæð og Huldulandi sem er innst í húsinu, sem þekkt er fyrir langa ganga og ranghala. Einn nemandi mun sýna í fyrrverandi söluturninum við Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Sýningaropnanir eru á fimmtudögum kl. 17-19 og eru allir velkomnir.

Á föstudögum kl. 15 (nema annað sé auglýst) fara fram leiðsagnir um sýningarnar þar sem nemendur segja frá verkum sínum. Almennt byrjað í Nafla.

Einkasýningar nemenda eru liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora, í umsjón Bjarka Bragasonar. Leiðbeinendur ásamt Bjarka eru Unnar Örn og Anne Rombach. Juliane Foronda sinnir aðstoðarkennslu en gestir í námskeiðinu hafa verið Nadim Samman, Werner Herzog og Sigrún Sirra Sigurðardóttir.