GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR

MARGBROTIÐ SAMFÉLAG

Einkasýning Guðrúnar Sigurðardóttur opnar fimmtudaginn 19. október kl.17:00 – 20:00 í Kubbnum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Hið smáa nærir hið stóra,
það andar inn súrefni og ber um lífæðar,
það sýgur upp orku og spýtir út hrati.

Hringrás bundin viðkvæmu jafnvægi.

Hið smáa er grundvöllur hins stóra, 
háð sérstöðu og samvinnu,
sérhæfðar einingar byggja kerfi. 

Facebook viðburður hér

gudrun_sigurdardottir.jpg
 

Á tímabilinu 5. október – 3. desember stendur yfir röð 23 einkasýninga nemenda á 3. ári við myndlistardeild Listaháskólans.

Á hverjum fimmtudegi á tímabilinu opna í senn þrjár einkasýningur í mismunandi sýningarýmum skólans í Laugarnesi, í Naflanum sem er í miðju húsinu, Kubbnum á annarri hæð og Huldulandi sem er innst í húsinu, sem þekkt er fyrir langa ganga og ranghala. Einn nemandi mun sýna í fyrrverandi söluturninum við Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Sýningaropnanir eru á fimmtudögum kl. 17-19 og eru allir velkomnir.

Á föstudögum kl. 15 (nema annað sé auglýst) fara fram leiðsagnir um sýningarnar þar sem nemendur segja frá verkum sínum. Almennt byrjað í Nafla.

Einkasýningar nemenda eru liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora, í umsjón Bjarka Bragasonar. Leiðbeinendur ásamt Bjarka eru Unnar Örn og Anne Rombach. Juliane Foronda sinnir aðstoðarkennslu en gestir í námskeiðinu hafa verið Nadim Samman, Werner Herzog og Sigrún Sirra Sigurðardóttir.