STIMULATED

Einkasýning Ásgerðar Arnardóttur opnar fimmtudaginn 30. nóvember kl.17:00 – 20:00 í Naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Hlutir teknir fyrir og brotnir niður, settir aftur saman og neyddir til samvinnu. Rýmið sem skúlptúrinn stendur í ræður förinni og býr til nýjan heim. Heim sem ég hef ekki séð áður og vissi ekki hvernig leit út áður en ferðalagið hófst.

Ég finn efni sem tala til mín og síðan tala efnin sem ég handfjatla sín á milli, án minnar stjórnunar. Það skiptir máli hvort klukkan sé sjö eða fimm og hvort ég hafi til dæmis farið í sund eða ekki. Innsæið ræður ríkjum en innsæið er síbreytilegt og virðist það vera einhvers konar samansafn af allri reynslu og upplifunum.

Ég veit ekki af hverju þetta efni, ég veit ekki af hverju þessi litur og ég veit ekki af hverju svona í laginu. Þetta er ferðalag þar sem áfangastaðurinn er óþekktur.

Facebook viðburður

asgerdur.jpg
 

Á tímabilinu 5. október – 3. desember stendur yfir röð 23 einkasýninga nemenda á 3. ári við myndlistardeild Listaháskólans.

Á hverjum fimmtudegi á tímabilinu opna í senn þrjár einkasýningur í mismunandi sýningarýmum skólans í Laugarnesi, í Naflanum sem er í miðju húsinu, Kubbnum á annarri hæð og Huldulandi sem er innst í húsinu, sem þekkt er fyrir langa ganga og ranghala. Einn nemandi mun sýna í fyrrverandi söluturninum við Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Sýningaropnanir eru á fimmtudögum kl. 17-19 og eru allir velkomnir.

Á föstudögum kl. 15 (nema annað sé auglýst) fara fram leiðsagnir um sýningarnar þar sem nemendur segja frá verkum sínum. Almennt byrjað í Nafla.

Einkasýningar nemenda eru liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora, í umsjón Bjarka Bragasonar. Leiðbeinendur ásamt Bjarka eru Unnar Örn og Anne Rombach. Juliane Foronda sinnir aðstoðarkennslu en gestir í námskeiðinu hafa verið Nadim Samman, Werner Herzog og Sigrún Sirra Sigurðardóttir.