ÁGÚSTA BJÖRNSDÓTTIR

ÓRAR

Einkasýning Ágústu Björnsdóttur opnar fimmtudaginn 23. nóvember kl.17:00 – 20:00 í Huldulandi, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

₍˄·͈༝·͈˄₍˄·͈༝·͈˄( ͒ ु•·̫• ू ͒)˄·͈༝·͈˄₎˄·͈༝·͈˄₎ 

„þetta er eins og að sökkva ofan í grasþúfu ofan í jörðina alla leið upp yfir skýin og niður aftur þar til endað er á sama stað á sama tíma nema í annarri vídd"

₍˄·͈༝·͈˄₍˄·͈༝·͈˄( ͒ ु•·̫• ू ͒)˄·͈༝·͈˄₎˄·͈༝·͈˄₎

"it's like sinking into mounds of grass, deep into the ground until you're above the clouds and then go down again until you end at the same place at the same time, only in anotherdimension"

 

Facebook viðburður

download.jpg
 

 

Á tímabilinu 5. október – 3. desember stendur yfir röð 23 einkasýninga nemenda á 3. ári við myndlistardeild Listaháskólans.

Á hverjum fimmtudegi á tímabilinu opna í senn þrjár einkasýningur í mismunandi sýningarýmum skólans í Laugarnesi, í Naflanum sem er í miðju húsinu, Kubbnum á annarri hæð og Huldulandi sem er innst í húsinu, sem þekkt er fyrir langa ganga og ranghala. Einn nemandi mun sýna í fyrrverandi söluturninum við Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Sýningaropnanir eru á fimmtudögum kl. 17-19 og eru allir velkomnir.

Á föstudögum kl. 15 (nema annað sé auglýst) fara fram leiðsagnir um sýningarnar þar sem nemendur segja frá verkum sínum. Almennt byrjað í Nafla.

Einkasýningar nemenda eru liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora, í umsjón Bjarka Bragasonar. Leiðbeinendur ásamt Bjarka eru Unnar Örn og Anne Rombach. Juliane Foronda sinnir aðstoðarkennslu en gestir í námskeiðinu hafa verið Nadim Samman, Werner Herzog og Sigrún Sirra Sigurðardóttir.