Nemendur á 2. ári á samtímadansbraut hafa undir stjórn Helenu Jónsdóttir gert danskvikmyndir sem er hluti af námskeiðinu Skapandi ferli. Auk Helenar hafa þau Arndís Benediktsdóttir, Sveinn Steinar Benediktsson og Bjarni Felix Bjarnason leiðbeint þeim, eins var þeim boðið í heimsókn í Sagafilm.

Þau munu sýna afrakstur vinnu sinnar í Bíó Pardís í dag, miðvikudag kl. 18:00 

Í áfanganum læra nemendur að beita aðferðum kvikmyndanna til þess að tjá hugmyndir sínar fyrir umheiminum. Nemendur vinna að eigin dansmynd þar sem lögð er áhersla á sköpunarferlið allt frá hugmyndavinnu og handritsgerð til klippingar og lokafrágangs. Unnið verður með einföldan tæknibúnað og forrit sem og aðferðir er varða notkun þeirra. Mikil áhersla er löggð á meðvitund nemenda um inntak og uppbygginu, afstöðu hans til myndefnisins og þess myndstíls sem hann beitir í verkum sínum. Hér eru nemendur hvattir til að skoða vel þá sýn sem dansmyndin þeirra birta af umheiminum.