(English below)

Þriðjudaginn 25. október kl. 11:00 mun Vanessa Safavi flytja erindi um verk sín og vinnuferli í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91 í tilefni sýningarinnar Þá á vegum listahátíðarinnar Cycle í Gerðarsafni.

Vanessa Safavi er fædd í Lausanne, Sviss. Hún býr og starfar ýmist í Berlín eða Sviss. Í verkum sínum kallar Vanessa fram andstæða póla innan menningarkonsepta með því að tileinka sér myndrænt tungumál tákna og efnisviðs. Upp á síðkastið hafa verk hennar snúið meira að líkamanum, þar sem hún einblínir á lífstílsmenninguna en einnig á persónulega frásögn sem sjá má í hlutum og leikmunum sem tákna hluta líkamans og styðja við áþreifanlega virkni þeirra.

Af nýlegum einkasýningum hennar má nefna FAIR PLAY við Barbara Seiler, Amygdala við The Breeder í Aþenu; Airbags við MOT International í Brüssel; Resorts við Kunsthaus Glarus í Sviss; Le Figures Autonomes við Centre Culturel Suisse í París og I wish Blue could be Water við CRAC Alsace í Frakklandi.
Hún hefur sýnt verk sín í mörgum samsýningum, m.a. Glasgow Sculpture Studios í Glasgow, Deutsches Architektur Zentrum í Berlín; Kunsthalle Basel og Castello di Rivoli í Turin ásamt öðrum.

 

 

On Tuesday the 25th of October at 11:00 am an open lecture by Vanessa Safavi will be held at the Department of Fine Art, Laugarnesvegur 91.

Vanessa Safavi was born in Lausanne, Switzerland. She lives and works between Berlin and Switzerland. In her work, Safavi conjures contrasting polarities of cultural concepts by appropriating their visual language of signs and materials. Lately, her work has increasingly focused on the body addressing aspects of lifestyle culture, as well as personal narratives by way of materials and props that externalize parts of the body and support corporeal functionality.

Her most recent solo exhibition include FAIR PLAY at Barbara Seiler, Amygdala at the Breeder; Athens, Airbags at MOT International; Brussels, Resorts at Kunsthaus Glarus; Switzerland, Le Figures Autonomes at Centre Culturel Suisse; Paris and I wish Blue could be Water at CRAC

Alsace; France. Her work has been exhibited in many group exhibition such as Glasgow Sculpture Studios, Glasgow; Deutsches Architektur Zentrum, Berlin and Kunsthalle Basel and Castello di Rivoli, Turin, among others. 

Image: Vanessa Safavi. Með leyfi listamanns / Courtesy of the artist.