Fornafn: 
Ilmur Dögg
Eftirnafn: 
Gísladóttir
Ilmur er kynningarstjóri Listaháskólans og heldur utan um öll þau verkefni sem tengjast kynningarsviði skólans s.s. ritstjórn og þróun vefsíðu skólans, ritstjórn samfélagsmiðla, umsjón með prentuðu kynningarefni og kynningu á útskriftarhátíðinni. 
 
Ilmur er með BA í almennri bókmenntafræði og MA í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Á árunum 2009-2015 starfaði Ilmur sem kynningar- og verkefnastjóri í Norræna húsinu í Reykjavík. Þar áður starfaði hún hjá Nordatlantens brygge í Kaupmannahöfn 2006 -07. Hjá Norræna húsinu tók Ilmur þátt í því að þróa fjölbreytt verkefni af ýmsum toga s.s. Vatnsmýrarhátíðina, sirkushátíðina Volcano, Tilraunalandið, tónleikaröðina Pikknikk, bókmenntaviðburði  og fleira.   Ilmur hóf störf hjá Listaháskóla Íslands 2015.
 
 
Department: 
Deild á starfsmannasíðu: