Fornafn: 
Hildigunnur
Eftirnafn: 
Rúnarsdóttir

 

Hildigunnur Rúnarsdóttir hóf tónlistarnám 7 ára gömul, sem fiðlu­nemandi í Tónlistarskóla Garðabæjar, og skömmu síðar í Skólakór Garðabæjar.Hún lauk prófi frá tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík vorið 1989, með tónsmíðar sem aðalgrein.Síðan nam hún tónsmíðar, hjá Professor Günter Friedrichs í Hamborg og Svend Hvidtfelt Nielsen í Kaupmannahöfn. Helstu verk eru m.a. barnaóperan Hnetu-Jón og gullgæsin, Blandaðir dansar fyrir hljómsveit, Konsert fyrir orgel strengi og slagverk, Guðbrandsmessa, fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit og Náttsöngvar fyrir einsöng, kór og orgel. Einnig liggur eftir hana fjöldi kórverka og sönglaga.

 

Hildigunnur hefur unnið verðlaun fyrir verk sín, einnig var Guðbrandsmessa tilnefnd til Tónverks ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Verk hennar eru flutt reglulega úti um heim.

Hildigunnur starfar við tónsmíðar, kennslu og söng. Hún situr einnig í stjórn Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og Tónskáldafélags Íslands.

 

Department: 
Position: 
Deild á starfsmannasíðu: