Fornafn: 
Þorbjörg Daphne Hall

Þorbjörg Daphne Hall er lektor og fagstjóri tónlistarfræða við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún kennir tónbókmenntir, íslenska tónlistarsögu, rannsóknarþjálfun og akademísk skrif auk þess að standa að hádegisfyrirlestraröð deildarinnar.

Hún er doktorsnemi í tónlistarfræðum við háskólann í Liverpool þar sem hún vinnur að verkefni um íslenskan hljóm í íslenskri samtímatónlist en sjálfsmynd þjóðar, ímyndir, landsland og náttúra leika lyklihlutverk. Leiðbeinendur hennar eru Sara Cohen og Holly Rogers.

Meðal eldri rannsóknarefna Þorbjargar má nefna hlutverk tónlistar í Kristjaníu í Kaupmannahöfn, tónlistarhátíðina Iceland Airwaves og áhrif hátíðarinnar á ímynd Reykjavíkurborgar og Íslands, íslenskar heimildamyndir um tónlist og íslenska ættjarðarsöngva og þátt þeirra í mótun sjálfsmyndar þjóðar.

Þorbjörg er virk í félagsstörfum tengdum tónlist og situr í stjórn IASMP (International Association of the Study of Popular Music) - Norden, Sumartónleika í Skálholti og KÍTÓN (Félag kvenna í tónlist) og er meðlimur í kammerkórnum Hljómeyki.

Department: 
Academic speciality: 
Deild á starfsmannasíðu: