Fornafn: 
Richard John
Eftirnafn: 
Simm

 

Richard Simm fæddist á Englandi og vakti athygli sextán ára gamall með túlkun sinni á píanókonsert nr.1 eftir Liszt. Hann nam við Royal College of Music í London hjá Bernard Roberts og við Staatliche Hochschule für Musik í München hjá Erik Then-Bergh. Hann vann til margra verðlauna á námsárum sínum, fékk þ.á.m. tvenn verðlaun fyrir túlkun sína á verkum Chopin. Árið 1969 tók hann þátt í þekktri alþjóðlegri píanókeppni í Leeds og var eini breski keppandinn er vann til verðlauna. Richard hefur haldið tónleika í Wigmore Hall og Purcell Room í London, auk þess að hafa komið fram á fjölda tónleika í Þýzkalandi, í Bandaríkjunum og á Íslandi.

 

Hann var fastráðinn í níu ár sem píanóleikari og kennari við Háskólann í Wales og gestaprófessor við Illinois Háskólann í þrjú ár. Hann hefur unnið til ýmissa verðlauna fyrir útsetningar sínar á verkum fyrir tvö píanó, þ.á.m. átta sinnum verðlaun American Society of Composers Authors and Publishers. Þessi verk voru gefin út af Warner Bros.

Frá því að hann settist að á Íslandi árið 1989 hefur Richard komið fram með mörgum helstu tónlistarmönnum landsins og einnig leikið Rachmaninoff píanókonsert með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á Listahátíð í Reykjavík 2006 lék hann Fantasiestücke, Op.12 eftir Schumann. Hann hefur unnið með Rut Ingólfsdóttur síðan 2001 og hafa þau kynnt íslensk verk fyrir fiðlu og píanó í Tokyo, Paris, Brussel, Beijing, Lanzhou og Róm. Um þessar mundir eru Rut og Richard að vinna að umfangsmiklum upptökum sem innihalda allar þrjár sónötur eftir Brahms, Cesar Franck sónötuna, nokkrar Mozart sónötur og ýmis styttri verk. Richard Simm starfar nú sem píanóleikari við Listaháskóla Íslands, býr í Reykjavík og er kvæntur íslenskri konu sem einnig starfar við tónlist.

"For me there is a very important thing which makes "classical" music different from classical painting, literature or architecture, and that is the fact that it lives in us as a memory of a performance, not as an object we can touch or grasp physically, or even see in front of us. Anyone who remembers what it was like when they were first excited by the sound world of Bach, Beethoven and Brahms knows that.  This means that in order to teach the subject properly, we have to live in that world of sound with our students, even though we know that the sounds we hear today will disappear immediately and have to be re-created tomorrow.  A painting is fixed once it is complete, whereas our work is only truly real while we are creating or performing it.  Of course the music score on paper is complete too, but few composers would want their work never to be heard.  We are constantly trying to make the past alive again.

I find it rather strange, but also very exciting to realize that my work as a performing and teaching musician is just as much that of a historian as it is of a creative artist.  Essentially, I have to try to make, say, Beethoven alive again, which I suppose would be much the same as a modern painter trying to make Michelangelo alive again by teaching and painting in Michelangelo's style.  This is not done today, as far as I know, but in music, I feel it is essential to try in our imagination to travel back in time and to bring the great composers of the past home with us when we return to the present and perform or teach their works. "

Department: 
Position: 
Academic speciality: 
Deild á starfsmannasíðu: