Fornafn: 
Peter
Eftirnafn: 
Máté

Motto:

Tónlist er alþjóðlegt tungumál, sem við getum öll skilið, en það þarf langt nám, þjálfun og reynslu til að geta talað á því. Tónlistarnám er erfitt, skemmtileg og gefandi. Það krefst þolinmæðis, úthalds, daglegrar líkams- og hugarvinnu. Markmiðið er hátt sett: Að tala á tungu tónlistarinnar til að geta gefið öðrum gleðina, bæta lífið þeirra, sameinast í kærleik.

Sem flytjandi vil ég gefa hlustendum mínum tækifæri til að njóta tónlistar, sem kennari langar mig að sýna nemedum mínum veginn sem leiðir til betri þekkingar og dýpri skilnings á henni.

Peter Máté er píanóleikari og kennari í klassískum píanóleik. Hann hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990 og kennir píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Peter hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Peter hefur einnig kennt masterklassa við fjölda erlendra háskóla og tónlistarskóla á Íslandi auk þess sem hann hefur tekið að sér dómarastarf við píanókeppnir.

 

Department: 
Position: 
Academic speciality: 
Deild á starfsmannasíðu: