Hlutverk og verkefni

Hlutverk jafnréttisnefndarinnar er meðal annars að fylgjast með stöðu jafnréttismála í Listaháskólanum og móta stefnu og áætlanir skólans í jafnréttismálum.

Helstu verkefni nefndarinnar eru að:

  • endurskoða jafnréttisstefnu skólans
  • hafa eftirlit með að farið sé að lögum og reglum í jafnréttismálum og að jafnréttisáætlunum sé fylgt eftir meðal annars með því að safna og birta reglulega upplýsingar um stöðu jafnréttismála í Listaháskólanum.
  • hafa yfirsýn yfir lög og reglur stjórnvalda um jafnréttismál kynjanna og fylgjast með breytingum á þeim. Jafnframt skal nefndin fylgjast með umræðu um jafnréttismál eftir því sem við verður komið
  • standa að fræðslu um jafnréttismál fyrir nemendur og starfsfólk
  • halda uppi umræðu og fræðslu um jafnréttismál og koma á framfæri hugmyndum sem stuðla að auknu jafnrétti.

Jafnréttisnefnd skal jafnframt sjá til þess að jafnréttisstefnan sé starfsmönnum og nemendum aðgengileg, sé sýnileg á heimasíðu skólans og stuðla að aðgengi að úrræðum.

Nefndin skal endurskoða stefnumótun um jafnt aðgengi að námi og störfum að minnsta kosti þriðja hvert ár skv. breytingum á lögum eða nýjum lagaákvæðum. Nefndin skal sækja sér utanaðkomandi þekkingu hvert ár og standa fyrir könnunum um stöðu jafnréttis innan skólans meðal nemenda og starfsfólks eftir því sem við á og í samstarfi við framkvæmdastjóra. Slíkar kannanir skulu framkvæmdar a.m.k.á fimm ára fresti.

Nefndarskipan
Í nefndinni sitja fulltrúar frá starfsmönnum allra deilda skólans og fulltrúi nemenda sem kemur úr nemendaráði. Starfsmenn sitja í nefndinni að lágmarki í tvö ár en fulltrúi nemenda í að lágmarki eitt ár. Í nefndinni skal ávallt sitja að lágmarki einn meðlimur frá fyrra ári.

Nefndarmeðlimir koma úr öllum deildum og sviðum (akademískir starfsmenn, starfsmenn stoðsviða og nemendur).

Nemendur og starfsmenn geta borið áhyggjur og kvartanir er varða misrétti undir jafnréttisfulltrúa með formlegum hætti enda séu slík erindi tekin fyrir með formlegum hætti.