Til MA gráðu, MMus gráðu og MArtEd gráðu þarf að lágmarki 120 einingar. Námsframboð miðast við að nemandi fái viðurkenndar að hámarki 66 einingar fyrir eitt skólaár, en þó ekki fleiri en 132 einingar alls á öllum námstímanum.

Nemendur í meistaranámi í hönnun, myndlist og tónsmíðum þurfa að ljúka 48 einingum hið minnsta til þess að flytjast á milli námsára. Til að flytjast á milli missera þarf nemandi að hafa greitt skólagjöld.

Samfelldur hámarksnámstími má lengstur vera eitt skólaár umfram áætlaðan námstíma. Í listkennsludeild má hámarkstíminn vera tvö ár umfram áætlaðan námstíma. Fjarvera vegna barneignaleyfis er undanskilin. Rektor er heimilt að tillögu viðkomandi deildarforseta að veita undanþágur frá þessu ákvæði ef sérstaklega stendur á. Skal þá viðkomandi nemandi skýra mál sitt skriflega og með rökstuðningi.