Úrskurðarnefnd um réttindamál nemenda Listaháskóla Íslands er æðsti úrskurðaraðili innan skólans í agamálum og málum er varða réttindamál nemenda. Nánar tiltekið er um að ræða mál varðandi:

  1. námsmat, þ.m.t. fyrirlögn prófa, tilhögun einkunnagjafar, skipun prófdómara, birtingu einkunna.
  2. mat á námsframvindu, þ.m.t. rétt til endurtökuprófs.
  3. afgreiðslu umsókna um skólavist þ.m.t. tilhögun mats á námi á milli skóla.
  4. ákvörðun rektors um að víkja nemanda úr skóla vegna agabrota.

Úrskurðarnefnd starfar samkvæmt starfsreglum.