Instrumental / Vocal Education

Námið er þriggja ára nám til 180 eininga. Nemendur ljúka að jafnaði 30 einingum á önn. Nemendur á söng- og hjóðfærakennarabraut ljúka námi með BA-gráðu án kennsluréttinda og telst ákjósanlegur undirbúningur meistarnáms í söng- og hljóðfærakennslu. Lokaverkefnið felur í sér lokaritgerð og opinbera tónleika.
Námið er í stórum dráttum þrískipt þar sem hluti námsins samanstendur af sérhæfingu nemandans í söng- eða hljóðfærakennslu, annar hluti er sameiginlegur kjarni fræðigreina og þriðji hlutinn er val úr fræðigreinum, tæknigreinum eða fögum annarra deilda.

Skólaárinu er skipt í tvö 15 vikna misseri, sem hvort um sig skiptist í fjögur smærri tímabil. Einka- og hóptímar hljóðfæra ganga yfir allt skólaárið. Samspil í mismunandi stórum hópum er ríkur þáttur í starfi deildarinnar. Auk þess að taka þátt í skipulegum samspilshópum deildarinnar, eru nemendur hvattir til að vinna sjálfstætt í smærri og stærri hópum, jafnvel með öðrum listamönnum.

Upplýsingar veitir Tryggvi M. Baldvinsson

Programme: Instrumental / Vocal Education
Degree: B.Mus.Ed.
Units: 180 ECTS
Length: 6 terms – 3 years
Klassískt söng-/hljóðfærakennaranám er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt þar sem maður fær leiðsögn hjá góðum kennurum og kynnist frábæru tónlistarfólki. Námið veitir góðan grunn og undirbúning fyrir verðandi tónlistarkennara.
 

Vilborg Hlöðversdóttir

Frá fagstjóra

Söng-/hljóðfærakennsla BMus.Ed leggur áherslu á fjölþætta þjálfun í hljóðfæraleik auk kennslufræðitengdra greinar og önnur fræði. Markmiðið er að við lok námsins búi nemendur yfir góðri færni á hljóðfæri sitt auk hagnýtrar þekkingar sem nýtist þeim við kennslu. Flestir tónlistarmenn sinna kennslustörfum einhvern tímann á lífsleiðinni og er námið góður valkostur fyrir ungt tónlistarfólk sem vill eiga fjölbreytta starfsmöguleika á sviði tónlistar.