Nordplus fyrir háskólastigið hefur það m.a. að markmiði að styrkja samstarfsnet háskóla á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.  Alþjóðaskrifstofa Háskólastigsins er landskrifstofa Nordplus á Íslandi.  Hægt er að leita beint til hennar með fyrirspurnir um Nordplus fyrir háskólastigið og aðrar Nordplus áætlanir: sjá hér

Nordplus veitir ýmis konar styrki: 

Styrkur til skiptináms eða starfsnáms:  dvöl í 1 - 12 mánuði. 660€ í ferðastyrk + 200€ í staðaruppbót á mánuði.

Express styrkir - styrkir til styttri námsdvalar, t.d. vegna þáttöku í námskeiði. Lágmarksdvalartími er 1 vika og hámarksdvalartími er einn mánuður. 660€ í ferðastyrk + 70 € í staðaruppbót á viku.

Styrkur til starfsmanna- eða kennaraskipta: að lágmarki 8 kennslustundir/8 vinnustundir. Ferðastyrkur 660 € + 70€ í staðaruppbót á dag eða 350€ pr viku.

Verkefnastyrkir - lágmark 3 skólar, 3 lönd. Dæmi: hraðnámskeið í 7-10 daga. Framlag Nordplus er 50% heildarkostnaðar vegna námskeiðs.

Námsbrautarstyrkir (joint study programmes) - styrkur til þróunar nýrra námsbrauta

Styrkir til neta (network support) - styrkur til þróunar nýrra samstarfsneta

Sótt er um styrki til samstarfsneta. Alþjóðaskrifstofa Listaháskólans veitir nánari upplýsingar um framboð á styrkjum og umsóknarferli.