,,Lífið er ekki svart og hvítt því að við getum með einu brosi gefið því lit”
ژیان ڕەش و سپی نیە داتوانین بە زاردەخەنەیەک ھەمەڕەنگی کەین 
Ruxosh/ڕوخۆش
 
Afrakstur þvermenningarlegu listasmiðjunnar Átta blaða rósin verður kynntur á sýningu í Fjölskyldumiðstöðinni Gerðubergi (Gerðuberg Menningarhús) þann 14. mars 2018 næstkomandi kl. 16:00 og sýningin stendur aðeins yfir þennan eina dag.
 
Nafnið á námskeiðinu Átta blaða rósin vísar í fjölþjóðlega handverkskunnáttu kvenna sem eru búsettar á Íslandi.
 
Konurnar sem tóku þátt af erlendum uppruna komu allar til landsins á síðasta ári. Sumar eru komnar með hæli sem flóttamenn, ein kvennana er búin að fá
synjun á umsókn um hæli á Íslandi og veit ekki hvenær henni, ungum syni og eiginmanni verður vísað af landi brott. Á meðan bíða aðrar ennþá á milli
vonar og ótta um hvort beiðni þeirra um hæli verður samþykkt eða synjað. Verk kvennana á sýningunni gefa innsýn inní þeirra reynslu og sýn á tilveruna.
 
Til að krydda upplifunina vildu konurnar sem eru flestar frá Kúrdístan bjóða gestum að smakka Kúrdískan mat.
 
Verkefnið er styrkt af Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og unnið í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts og Rauða kross Íslands.
 
Elsa Arnardóttir, meistaranemi í listkennslu við Listaháskóla Íslands, hafði umsjón með verkefninu og henni til halds og trausts voru þær Avan Anwar sem brúaði menningarmun og tungumálaörðugleika og Fríða María Harðardóttir, einnig meistaranemi við listkennsludeild, sem aðstoðaði við framkvæmd listsmiðjunnar.
 
Allar nánari upplýsingar: Elsa Arnardóttir sími 694 1881 netfang: elsaarnar [at] internet.is