Háflæði er samsýning nemanda á 1. & 2. ári BA námsbrautar í myndlist við Listaháskóla Íslands og lokahnykkur þriggja BA námskeiða auk tveggja nemenda í því fjórða.

Nemendurnir hafa sótt námskeið þar sem tekist hefur verið á við málverkið, athafnir, hugtakið “Mannöldina” og fagurfræði stafrænna tíma. Leiða þau verk sín nú saman til stefnumóts hvert við annað og við áhorfendur. Í tilfellli námskeiðsins Athafnir er flutningur verka bundin við opnun sýningarinnar, föstudaginn 2. mars á milli kl. 17 og 19.

Hugtakið „Mannöldin” (e. The Anthropocene),  er kennt við tímann hér og nú í sögu heimsins þar sem maðurinn er jarðfræðilegt afl. Afurðir Mannaldarinnar eru fjölbreyttar og birtast í breytingum á veðri, loftslagi, menningu og hefur áhrif á allt líf á jörðinni. Námskeiðið fjallaði þannig um tengsl menningarinnar og umhverfisins á fjölbreyttan máta og endurspeglast það í verkum nemenda. Á námskeiðinu Athafnir var unnið með athafnir á breiðum grundvelli, þar sem augljósar sem og óljósar birtingarmyndir þeirra voru skoðaðar. Gengið var út frá öllum mögulegum miðlum myndlistar og aðaláherslan lögð á að þróa og útfæra hugmyndir í athafnir þar sem atferlið var viðfangsefni. Málverkið, -  Tími og kort af öllu tókst á við  málverkið sem miðil, samhengi og aðferð til þess að hugsa um og nálgast heiminn. Hvað málverkið væri í samtíma okkar og hverjar kynnu að vera ástæður þess að þrátt fyrir byltingar í miðlum er málverkið alltaf til staðar sem vettvangur gagnrýnnar hugsunar. Á námskeiðinu Digital / Post-digital list sem fagurfræði nútímans. Tvinnað var saman fræðilegum og verklegum þáttum með því að leita formfræðilegra lausna samhliða greiningu á samfélagslegum fyrirbrigðum.

Í öllum tilfellum hefur kennslan byggt á verklegri vinnu, rannsóknum, vettvangsferðum og umræðum þar sem áhersla var lögð á að opna nemendum sem flesta möguleika til sjálfstæðrar útfærslu verka.

Sýningin verður opin frá kl. 17 til 19 föstudaginn 2. mars og frá kl. 13 til 17 laugardaginn 3. mars og sunnudaginn 4. mars. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna á sunnudag kl. 15.

Facebook viðburður