Meistaranemar í Listkennsludeild Listaháskóla Íslands fara í vettvangsnámi bæði í grunnskólum og framhaldsskólum.
 
Markmið með vettvangsnáminu er að listkennslunemarnir kynnist kennarastarfinu, fái tækifæri til að fylgjast með reyndum kennara að störfum og fái að reyna sig í starfi.
 
Sjónlistakonurnar og meistaranemarnir Fríða María Harðardóttir, Kristín Dóra Ólafsdóttir og Andrea Magdalena Jónsdóttir kenndu 8.-9. bekk í Réttarholtsskóla myndlist. Þemað var klippimyndir í popplist eins og má sjá á þessum skemmilegu myndum! 
 
Umsóknarfrestur í listkennsludeild LHÍ er til og með 11. maí ´18 og má nálgast allar helstu upplýsingar um inntökuferlið hér
 
 
img_1180.jpg
 
img_1150.jpg
 
img_1155.jpg
 
img_1188.jpg
 
img_7425.jpg