Fyrir hvern er námskeiðið: Söngnemendur á framhaldsstigi eða háskólastigi. Námskeiðið er valnámskeið á BA-stigi tónlistardeildar.
 
Námskeiðið er samstarfsverkefni Tónlistardeildar LHÍ og Söngskóla Sigurðar Demetz
 
Á námskeiðinu kynnast nemendur starfi óperusöngvarans og hvað býr að baki undirbúningi og æfingum fyrir óperuhlutverk.
 
Hlutverk óperuþjálfara, leik- og hljómsveitarstjóra, sýningastjóra og annarra er koma að óperuuppsetningum til umfjöllunar. 
 
Unnin verða atriði úr óperum með það að markmiði að þau verði sett á svið og flutt opinberlega í lok námskeiðsins.
 
Námsmat: Jafningjamat, sjálfsmat, umsögn.
 
Kennarar: Þóra Einarsdóttir, Kristinn Sigmundsson, Vigdís Másdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Hanna Dóra Sturludóttir og fleiri.
Staður og stund: Skipholt 31, laugardaga og sunnudaga, alls sjö skipti. 

 

Kynning og upptaktur: 20. janúar, lau, frá 10:00 - 17:00
Vinnuhelgi 1: 3. - 4. mars, lau, sun, 10:00 - 17:00 
Vinnuhelgi 2: 10. - 11. mars, lau, sun, 10:00 - 17:00
Lokaæfing og sýning: Samkomulag hópsins.
 
Einingar: 2 ECTS
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Nánari upplýsingar:  Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar. indra [at] lhi.is.