Eugen Prochác og Peter Máté halda fyrirlestur um austurríska tónskáldið Hummel og leika valda kafla úr verkum hans fyrir selló og píanó.

Johann Nepomuk Hummel (1778-1837) var nemandi Mozarts og vinur Beethovens og Schuberts og starfaði í Vínarborg, Stuttgart og Weimar. Hann var einn frægasti píanóleikari og tónskáld síns tíma en eftir komu nýrra strauma rómantíkurinnar hurfu verkin hans úr tónlistarsölum Evrópu. Síðustu áratugi hafa margir tónlistarmenn heimsins unnið við verðskuldaðri endurreisn tónverka þessa síðklassíska tónskálds.

Verkin hans fyrir selló og píanó eru þrjú: Variazioni MonferrinaPotpourri og Sónata

 

Eugen Prochác er einn þekktasti sellóleikari Slóvakíu og dósent við Tónlistarháskólann í Bratislava. Hann hefur komið fram í nær 40 löndum fjögurra heimsálfa, sem einleikari, stjórnandi og sellóleikari í ýmsum kammertónlistarhópum. Eugen hefur hljóðritað fyrir Naxos og haldið masterklassa víða um veröld. Hann hefur verið listrænn stjórnandi tónlistarhátíða í Slóvakíu, Tyrklandi, Sameinuðu arabísku furstdæmunum og hefur starfað saman við þekkta tónlistarmenn eins og Sofia Gubaidulina, Arto Noras, En Shao, Giovanni Sollima, Rick Wakeman, Steve Hackett, Miroslav Vitouš, Ken Hensley, Václav Hudeček.

  

Peter Máté er einnig fæddur í Slóvakíu en hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990. Hann hefur haldið marga einleikstónleika og tekið þátt í kammertónleikum víða á Íslandi sem erlendis. Peter er prófessor Listaháskóla Íslands og kennari við Menntaskólann í tónlist.  Hann hefur kennt masterklassa við fjölda erlendra háskóla og einnig tekið að sér dómarastarf við píanókeppnir.