Miðannarspjall - Atli Ingólfsson heldur fyrirlestur í stofu 633 í Skipholti 31 á föstudaginn kl. 12:45.

Atli Ingólfsson hefur starfað við tónsmíðar frá 1990 og samið verk af öllu tagi fyrir einleikara og hljómsveitir víða um Evrópu. Fjöldi verka hans hefur komið út á hljómdiski, fimm þeirra á disknum ENTER hjá Bis útgáfunni 2005, og nú síðast kom verkið Orgoras Speaks út hjá Neos útgáfunni í Köln.

Atli hefur samið þrjú tónleikhúsverk í samstarfi við Cinnober Teater í Gautaborg og fór það síðasta, Njáls saga, á fjalirnar í Gautaborg og Osló fyrr á þessu ári.

Atli er prófessor í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands.

Í fyrirlestri sínum mun Atli fjalla lítillega um tónleikhúsformið og samstarfið við Cinnober Teater, en síðan kafa dýpra í uppbyggingu Annarleiks, sem sýndur verður í Hafnarborg 7. og 8. október. Blokkflautuleikarinn Anna Petrini verður jafnframt á staðnum og leikur brot úr verkinu á kontrabassablokkflautu.