“A way to B” fjallar um hvernig við ferðumst frá A til B, um leiðina frá A til B og hvernig við komum fram. Öll ólíku hlutverkin sem við leikum í hinu daglega lífi og á sviðinu. Þetta felst líka í enska heiti verksins sem örðugt er að þýða á íslensku. 'A way to B' er leikurinn á milli þess raunverulega og hins ósanna, á milli leikaranna og tónlistarmannanna og óreiðan sem skapast þegar mörkin á milli þeirra hverfa og tónlistarmennirnir fara í hlutverk leikara og leikararnir leika tónlistarmenn.

Námskeiðið í samsköpun er samvinnuverkefni sviðslista og tónlistardeilda L.H.Í. snýst um að skapa eitthvað úr engu, að búa eitthvað til frá grunni. Allar manneskjur, þ.m.t. leikarar og tónlistarmenn, búa yfir ótal sögum byggðum á reynslu, tilfinningum, minningum og samskiptum við aðra í því samfélagi sem við lifum og hrærust í. Þessi persónulegi efniviður er sá grunnur sem vinnan byggist á, þar sem leikararnir og tónlistarfólkið veita hvort öðru innblástur og koma á óvart. Kennarar eru  Ria Marks og  Sigurður Halldórsson

 

Sýningar:

6. október kl. 20:00
7. október kl. 20:00
9. október kl. 20:00
10. október kl. 20:00
11. október kl. 20:00

 

Miðapantanir:

Sendið tölvupóst á midisvidslist [at] lhi.is og tiltakið hve marga miða þið þurfið. Frítt er inn á allar sýningarnar.

Nemendur leikarabrautar:
Árni Beinteinn Árnason
Ebba Katrín Finnsdóttir
Elísabet S. Guðrúnardóttir
Eygló Hilmarsdóttir
Hákon Jóhannesson
Hlynur Þorsteinsson
Júlí Heiðar Halldórsson
Þórey Birgisdóttir

 
Nemendur tónlistardeildar:
Ingunn Huld Sævarsdóttir - nemandi í NAIP meistaranámi
Ragnhildur Veigarsdóttir - nemandi í BA Skapandi tónlistarmiðlun
Valentin Döring - skiptinemi í NAIP meistaranámi
Þráinn Þórhallsson - nemandi í BA tónsmíðum

 

Ria Marks was educated as a theatre performer at the Amsterdam Theatre School, she took her final exams in 1979. After having played with different companies, she joined Orkater, Holland’s most prominent company in the field of Music Theatre, where she performed in many different plays, and also created new Theatre pieces. In1997 she created with performing artist Titus Tiel Groenestege. ‘False Waltz’, a trilogy depicting the life of a couple through all the stages of their life.

This highly acclaimed and successful production was played all over the world since it was created without words, putting mime and movement as the expression tools of this performance. (later it was turned into a movie and rewarded with the Prix d’Italia, the Rocky award and nominated for an Emmy Award in 2007.)

Since 2009 she is also the permanent director of the young Music Theatre Compagny ‘Via Berlin’, making this year the performance ‘Breaking the Silence’.

 

Sigurður Halldórsson nam sellóleik hjá Gunnari Kvaran við Tónlistarskólann í Reykjavík og við Guildhall School of Music í London hjá Raphael Sommer. Auk þess að stunda nám á selló við einleikaradeild Guildhall School lærði hann einnig söng, kammertónlist og Performance and Communication Skills (PCS) sem tekur á fjölþættum þáttum þess að vera starfandi tónlistarmaður í síbreytilegum heimi. Hann lauk námi sumarið 1990. Sigurður hefur síðan starfað sem einleikari, kammertónlistarmaður og kennari og fengist við fjölbreytilega tónlistarstíla allt frá miðöldum til nútímans. Hann starfar m.a. með Caput hópnum, Voces Thules, Symphonia Angelica, Camerarctica og Skálholtskvartettinum. Hann hefur bæði sem einleikari og með fyrrnefndum hópum komið fram víða um Evrópu, Norður-Ameríku, Kína og Japan, og leikið í ótal upptökum fyrir útvarp, sjónvarp og til útgáfu.

Sigurður kemur víðs vegar fram á vettvangi spunatónlistar, bæði sem flytjandi og kennari. Hann hefur unnið í leikhúsi, m.a. að nokkrum tilraunasýningum í dans- og tónlistarleikhúsi. Sigurður var einn af stofnendum og aðalaðstandenum15:15 tónleikasyrpunnar sem sett var á fót árið 2002. Hann hefur sérhæft sig í flutningi tónlistar fyrri tíma með upprunalegum hljóðfærum. Helstu mentorar og samstarfsmenn á því sviði hafa verið Helga Ingólfsdóttir, Ann Wallström, Bruno Cocset, Peter Spissky, og Jaap Schröder, en með honum og Skálholtskvartettinum og Bachsveitinni í Skálholti hefur hann hljóðritað 12 geisladiska. Sigurður var listrænn stjórnandi Sumartónleika í Skálholtskirkju frá 2004 - 2014. og sat í stjórn Nordic Early Music Federation frá 2013 til 2017. Sigurður starfar við Listaháskóla Íslands og er mentor og fagstjóri alþjóðlegs NAIP meistaranáms (New Audiences and Innovative Practice). Hann var ráðinn prófessor við tónlistardeild frá hausti 2017.