10. nóvember verður opið hús í öllum húsum Listaháskóla Íslands. 

Hægt verður að kíkja í tíma, hitta nemendur og kennara, skoða inntökumöppur, fá upplýsingar um inntökupróf á leikarabraut og alþjóðlega samtímadansbraut og margt fleira. 

Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.

 

Takið daginn frá, við hlökkum til að sjá ykkur!