Á námskeiðinu er lögð megináhersla á að syngja mikið magn af einföldum laglínum hratt beint af blaði ásamt flóknara efni innan og utan tóntegunda.  Einnig eru sungin tveggja, þriggja og fjögurra radda kórlög eftir tónskáld frá ýmsum tímum sem og eftir íslensk tónskáld. Þá eru taktdæmi æfð, bæði einradda og tveggja radda.
 Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:
  • Geta sungið einfalda laglínu einir 
  • Geta sungið tveggja til fjögurra radda kórlög í hóp beint af blaði
  • Geta lesið létt tveggja radda taktdæmi beint af blaði.
Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim söngvurum sem vilja auka færni sína í blaðlestri og tengdri söngtækni. Námskeiðið er valnámskeið á BA stigi tónlistardeildar.
Námsmat: Heimaverkefni
Kennari: Hildigunnur Rúnarsdóttir.
Staður og stund:  Skipholt 31, alla virka daga, kl. 13:00-16:40 
Tímabil: 28. ágúst- 4. september 2020
Forkröfur: Miðstig eða ofar í söng og/eða virkni í kórastarfi.
Verð: 30.500 kr. (án eininga) – 40.800 kr. (með einingum)
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda. 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að vegna COVID-19 þá gæti orðið breyting á skipulagi námskeiðis og kennsluháttum.

Nánari upplýsingar:  Sunna Rán Stefánsdóttir, verkefnisstjóri tónlistardeildar, sunnaran [at] lhi.is.