Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Skyldunámskeið í BA námi í myndlist.

Markmið námskeiðsins er að varpa ljósi á einkenni og gildi landslags- og náttúrutengdra myndlistarverka, m.a. með hliðsjón af viðhorfi til náttúrunnar og tengslum landslagslistar við þjóðfélag, menningu og hugmyndafræði á hverjum tíma. Umfjöllunin beinist að greiningu náttúrutengdrar myndlistar frá því um 1970 til samtímans en jafnframt verður rætt um tengsl slíkrar myndlistar við strauma og stefnur í landslagslist fyrri alda, svo sem sveitalífsmyndir, klassíska landslagshefð, raunsæi, rómantísku stefnuna og módernískar hræringar 19. og 20. aldar. Megináhersla verður þó á umfjöllun um innlenda sem erlenda náttúrutengda myndlist í samhengi hugmynda- og tæknilegrar fjölbreytni samtímans.

Námsmat: Skrifleg verkefni, umræður og ritgerð

Kennari: Anna Jóhannsdóttir

Staður og stund: Laugarnes, þriðjudaga kl. 8:30 - 10:10

Tímabil: 29. ágúst - 7. nóvember

Verð: 61.200 kr. (án eininga) – 76.500 kr. (með einingum)

Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is