Fyrir hverja er námskeiðið: Tónlistarfólk sem vill kynnast betur óperuheimi 20. aldar. 

Námskeiðið fjallar um óperuna á 20. öld, helstu strauma og breytingar. Hvað var það sem breyttist og hvað var áfram eins? Við veltum fyrir okkur af hverju þetta áhrifamikla listform náði ekki að halda vægi sínu í breyttu samfélagi, hvað hafi komið í staðinn og hvernig óperan hljómar í lok 20. aldar: hvað köllum við óperu í dag? Nemendur æfa atriði úr óperu og halda opna kynningu/tónleika.

Námsmat: Virkni, skrifleg/ munnleg verkefni („útvarpsþáttagerð“) og verkleg vinna.

Námskeiðið byggist á virkri þátttöku,  fremur en hefðbundnum prófum. Nemendur skrifa gagnrýni um óperur að eigin vali. Einnig gera þeir “útvarpsþætti” þar sem þeir fjalla um efnivið ópera, bakgrunn þeirra, sögu og uppsetningu. Þættirnir verða teknir upp og gerðir aðgengilegir öðrum nemendum. Síðustu tímarnir verða undirbúningstímar þar sem nemendur æfa atriði úr óperu og halda svo opna kynningu/tónleika í lokin. Unnið verður út frá þeim hljóðfærum sem nemendur í áfanganum leika á.

Kennari: Tui Hirv.

Staður: Nánari upplýsingar síðar.

Stund: Þriðjudagar kl. 08:30- 10:10.

Tímabil: 3.október- 12.desember (alls 9 skipti). 

Forkröfur: Tónlistarmenntun. Námskeiðið er á bakkalárstigi.

Verð: 36.750 (án eininga) / 45.900 (með einingum).

Nánari upplýsingar: Elín Anna Ísaksdóttir, verkefnisstjóri tónlistardeildar. elinanna [at] lhi.is