Síðustu misseri hef ég verið heltekinn af endurómum og vissi strax þegar ég byrjaði á útskriftarverkinu mínu að það myndi vera haldið í kirkju til að geta fengið fallegann og langlifandi hljómburð. Kórinn sem hljóðfæri heillar mig einnig mjög mikið því að hann getur framkallað svo falleg hljóð en mannsröddin er líka elsta og nátengdasta hljóðfæri manneskjunnar.

Friðrik Margrétar-Guðmundsson sýndi mér ljóð Valgerðar Þóroddsdóttur og ég vissi strax þegar ég las bókina 'Það sem áður var skógur' að ég myndi byggja verkið mitt á þeim textum

Hljómeyki undir stjórn Mörtu G. Halldórsdóttur
Sigríður Hjördís - þverflauta
Kristín Þóra Pétursdóttir - Clarinet & Bassaklarinet
Guðmundur andri Olafsson - Franskt Horn
Aldís Bergsveinsdóttir - Fiðla
Sigrún Mary McCormick - Víóla
Þórdís Gerður Jónsdóttir - Celló
Ingvi Rafn - Kontrabassi

Tónlistarferill Þorsteins Gunnar Friðrikssonar hefst þegar hann kaupir rafmagnsgítar fimmtán ára til að stofna hljómsveit. Stuttu eftir hóf hann nám við Tónlistarskóla Mosfellbæjar sem hann stundaði svo rafgítarnám næstu 6 árin. Eftir að hann kláraði miðstigspróf fór hann yfir í Tónlistarskóla FÍH þar sem að hann kláraði framhaldspróf.

Í kringum sextán ára aldurinn uppgvötaði hann að forritið Guitar Pro sem að hann notaði til að læra þungarokkslög bauð einnig upp á að skrifa inn sínar eigin nótur, og eftir það eyddi hann óteljandi klukkustundum að skrifa niður sína eigin tónlist og steyptist þannig niður í hyldýpi tónsmíða. Leiðin lá alltaf til LHÍ að læra tónsmíðar og núna þegar Þorsteinn er að klára námið markast ákveðin tímamót í feril hans sem tónskáld.