Listkennsludeild Listaháskóla Íslands heldur ráðstefnu í samvinnu við FÍMK, FÉTEX og FÍS.
 
Ráðstefnan hefst kl. 11 og er öllu fólki opin. 
Erindi
Jóní Jónsdóttir, myndlistarmaður:
Að þræða sig í gegnum tímann.
 
Sinead McCarron, hönnuður:
How can education include problem solving, discoveries and experiences encouraging curiosity.
 
Daniel Franzén, lektor við Konstfack Stokkhólmi:
My work as a designer, artist and teacher and how this affects my work.
 
Ásthildur Jónsdóttir lektor við Listaháskóla Íslands:
Sýningin interwoven rædd í tengslum við listkennslu sem byggir á rannsókn, greiningu og sköpun.
 
 
Eftir hádegi gefst gestum kostur á að taka þátt í smiðjum á vegum eftirtalinna listamanna sem einnig eru útskriftarnemendur af listkennsludeild LHÍ. 
 
Smiðjur
Samtal efnis, hugar og handar- Herborg Eðvaldsdóttir og Sigríður Liv Ellingsen
 
Útsaumur og valdefling- Thelma Björk Jónsdóttir
 
Tilfinningar og endurunninn textíll- Rakel Blomsterberg
 
Náms og kennsluefni sem tengir saman handverk, hönnun og myndlist- Vigdís Hlíf Sigurðardóttir
 
 
Einnig verður leiðsögn um sýninguna Interwoven, sem stendur yfir í Norræna húsinu 5. - 19. apríl, 2017.
 
Á sýningunni eru verk eftir listamenn sem tengjast fjórum háskólum á norður heimskautasvæðinu; Listaháskóla Íslands, the University of Lapland, the Sámi University College and the Bergen Academy of Art and Design.