Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ, er tilnefnd til stjórnunarverðlauna Stjórnvísis 2017.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði. Félagar í Stjórnvísi tilnefna stjórnendur út frá viðmiðum sem sett eru hverju sinni. Síðan tekur dómnefnd við öllum gögnum um tilnefningar og vinnur úr þeim. Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga. Forseti Íslands hefur afhent verðlaunin við hátíðlega athöfn.

 

Á vef Stjórnvísis er hægt að kynna sér verðlaunin betur og tilnefnda.