Kl. 10.15–11.45 Stofa 55 (3. mars)
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir: Innra landslag líkamans (IS)
Ég hef lengi velt fyrir mér tengslunum á milli hugtakanna landslag og líkami. Fyrstu hugrenningatengslin urðu þegar ég velti fyrir mér hversvegna við nefnum sérkenni í landslaginu eftir líkamspörtum, eins og fyrirbærin öxl, háls, enni og nef í landslagi eru dæmi um? Síðar las ég um að í fyrstu dæmum um orðið landslag í íslenskum fornritum væri það skrifað landsleg og það ýtti aftur undir forvitni mína um hvaða mögulegu tengsl væru á milli þessara líffæra og líkamshluta og hugmynda okkar um landslag.
 
Samtal mitt við sænska fyrirbærafræðinginn Jonnu Bornemark um eitt af viðfangsefnum hennar, fyrirbærafræði þungunar, styrkti svo þessa forvitni á tengslum landslags og landslegs enn frekar. Í erindinu mun ég fjalla um tengsl hugtakanna landslag og líkami og skoða hvað þessi fyrrnefndu orð og orðanotkun geta hugsanlega sýnt okkur.
Með því að skoða hugtökin í ljósi hvers annars og kenninga innan fyrirbærafræðinnar mun ég varpa ljósi á hvernig þessi sýnilegu og áþreifanlegu fyrirbæri fela einnig í sér ósýnileg setlög skynjaðrar þekkingar sem mikilvægt er að veita frekari athygli, m.a. á sviðum menntunar og hönnunar. 
 
 Kristín Bogadóttir: Dálítill sjór (IS)
Verkið Dálítill sjór var sýnt í Þjóðminjasafni Íslands í maí 2016. Í verkefni þessu skoða ég fagurfræði hversdagsleikans, set listrannsókn mína á veðri í samhengi við hana og dreypi á umhverfislæsi og beini þar með sjónum að möguleikum listmenntunar í umhverfismennt. Með þessu verkefni vil ég benda á mikilvægi þess að vera læs á umhverfi sitt og að það sé markvisst kennt í skólakerfinu og þá ekki síst í gegnum listir sem getur svo stuðlað að auknu næmi fyrir umhverfi og náttúru. 
 
Óafturkræfar breytingar hafa orðið á jörðinni vegna umgengni mannkynsins og meðal annars loftslagsbreytingar sem ekki er séð fyrir endann á og enn er verið að afneita  þeirri staðreynd. Hver upplifun er einstök, augnablikið er einstakt og það kemur aldrei aftur. Við ákveðum rammann sjálf. Við veljum hverju við tökum eftir. 
 
Verkefnið staðfestir hugmyndir mínar um listrannsóknir sem sterka aðferð til sköpunar á þekkingu. Aðferð sem er full ástæða til að nýta betur í kennslu í ljósmyndun og öðrum skapandi greinum. Það er von mín að hugleiðingar mínar um fagurfræði hversdagsleikans geti verið hvatning fyrir alla og ekki síst foreldra og kennara til að líta upp. Horfa út í sjóndeildarhringinn og sjá stóru myndina. Eins og fagurfræðingurinn Yuriko Saito segir þá höfum við ekki stjórn á öllu í lífinu. Við þurfum að gefa þeirri staðreynd fagurferðilegt gildi og finna til auðmýktar og samkenndar með náttúrunni.   
 
Eric DeLuca: Work-in-Progress, Self-critical Environmental Sonic Art (EN)
With similarities to the emergence in fifteenth-century landscape paintings, to poems by the Transcendentalists, and to the more recent 1960s land art movement, environmental sonic art is always context-based and conjointly performs as environmental activism with aims to break down the nature/culture dualism. Nature, however, is both a material object and a socially constructed metaphor that is infinitely interpretable and ideologically malleable based on one’s values and biases. Does the environmental sonic artist acknowledge this?
 
The theoretical framework of this discursive, multi-media presentation for Hugarflug will extend acoustic ecology, first theorised by R. Murray Schafer, to include environmental history and cultural theory— ultimately problematizing definitions of ‘nature’ and ‘natural.’ Through this framework—along with a blend of institutional critique, relational aesthetics, theology, and archeoacoustics—I will share my work-in-progress that intervenes with two popular eco-artworks in Iceland: Richard Serra’s “Áfangar” on Viðey Island and Lukas Kühne’s “Tvísöngur” in Seyðisfjörður.
Through a 12-channel public address system, ham radio transmissions, and field recording, this work leans toward self-critical environmental sonic art.