Kl. 10.15–11.45 Stofa 54 (3. mars)
 
Lóa Björk Björnsdóttir: Instagrammað handan feðraveldisins (IS)
Nýlega fór ég að rannsaka ákveðið minni á Instagram. Á Instagram er stækkandi hópur Instagram accounta sem pósta í miklu magni fyrir sína fjölmörgu fylgjendur, feminískum memes. Þar má sjá aldamótastelpur túlka sinn eigin femínisma, setja fram vangaveltur um sitt eigið líf, sín eigin vandamál, deila á skaðlega karlmennsku og heterónormatívt samfélag, rasisma, kynferðisáreiti og kynferðisofbeldi í gegnum áðurnefnd memes. 
Instagram sem er hannað til þess að deila ljósmyndum í rauntíma, deila lífi sínu í gegnum myndir og myndmál en hefur þróast út í að verða einhverskonar samansuða af auglýsingum og einkamálum og notað í þeim tilgangi að sýna fram á smekkvísi einstaklingsins og lífsgæði.
 
Hvergi annarsstaðar á internetinu er hægt að finna jafn sterkt og áþreifanlega fyrir lífsgæðakapphlaupinu, útlitsdýrkun og efnishyggju í bland við mínímalískan-mindfulness- jógalífstíl.
 
Í ofurstíliseruðum heimi Instagrams hefur skapast rými fyrir feminískra gagnrýni. Hæðnin er ríkjandi, játningar og einlægni eru í fyrirrúmi og narratívan er þeirra. Ég ætla mér að taka fyrir nokkra accounta á Instagram (@gothshakira, @tequilafunrise, @ada.wrong, @scariest_bug_ever, @yung_nihilist) greina þá og eiga í samræðum við fyrirlestrargesti.  
 
Sviðslistahópurinn M: Madhvít – Hvers vegna sagan af Mjallhvíti varð að níu tíma löngu sviðslistaverki (IS)
Madhvít er sviðslistaverk sem rannsakar minni úr ævintýrum um Mjallhvíti í samhengi við þær spurningar sem blasa við feministum í dag. Meðal annars skoðum við hvernig ákveðin karllæg túlkun á þessari frægu goðsögn kemur ungum konum fyrir sjónum.
 
Verkið tekist á við feminíska tilvist kvenna á sviði og samband áhorfandans við þær spegilmyndir sem við, flytjendur verksins, birtum fyrir augum áhorfenda. Aðferðin sem við notumst við byggir einnig á hugmyndum og kenningum um performatísk skrif um sviðslistir. Við erum undir áhrifum af bókinni Unmarked eftir Peggy Phelan þar sem hún talar um að skrif og orðræða kvenna sé ,,especially intense because women are not assured the luxury of making linguistic promises within phallogocentrism”.
 
Í erindinu munum við sviðslistahópurinn M segja betur frá verkinu og aðferðafræðinni sem við beittum ásamt því að fjalla betur um þau minni sem við tókumst á við í Madhvít.  
 
Þátttakendur:  
Andrea Vilhjálmsdóttir sviðshöfundur og þjóðfræðingur  
Lóa Björk Björnsdóttir sviðshöfundanemi  
Gígja Sara Björnsson sviðshöfundanemi og fjölmiðlafræðingur  
 
 
Upptökur af verkinu: 
Fyrri helmingur 
Seinni helmingur