Kl. 9.00–10.00 Stofa 53 (3. mars) 
Karina Hanney Marrero: Performing Memory as a Means to Remember What is Known by Heart (EN)
Í erindi mínu langar mig að fjalla um hvernig líkamlegt og efnilegt minni skarast og hlutverk gjörninga og vídeólistar þegar það kemur að því að muna og bera minningar milli kynslóða. Fyrirlesturinn mundi vera að hluta byggður á meistararitgerðinni minni Performing Memory as a Means to Remember What is Known by Heart þar sem ég skoðaði hvernig nota megi gjörninga, og vídeó sem einskonar minnisvarða sem gefa hliðarsögum ólíkra menningarkima hlutastað í sögunni.  
Hrefna Lind Lárusdóttir: Follow Me (IS)
Sagt verður frá MA rannsókn minni í sviðslistum sem ber heitið Follow me. Þar verður sagt frá hvernig ég yfirfæri innri reglur samfélagsmiðla yfir á raunveruleikann. Þá kanna ég mörkin milli hins performatíva sjálfs og fylgjenda með sviðsetningu sjálfsins.  Ég mun útskýra aðferðafræði sem ég nýti til þess að takast á við orðræðu og myndmál samfélagsmiðla sem standa sjálfstætt innan netheimsins og eru ekki til þess fallnir að líkamnast í hversdagsleikanum, svo sem sjálfsmyndir, twitter texta og algenga orðræðu á facebook. Ég mun útskýra hugmyndafræði Jerzy Grotowskiis og Body mind Centering og gera skil á því hvernig hægt sé að nýta þá þjálfun fyrir sviðsettningu í verkefninu Follow Me.  
Í lokin mun ég sviðsetja sjálfan mig og sýna verk í vinnslu.