Fimmtudaginn 2. febrúar verður efnt til málþings um norræna hönnun, sjálfbærni og þarfir framtíðar í tilefni af sýningunni Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. 

Dagskráin er þéttskipuð áhugaverðum fyrirlesurum en hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands er samstarfsaðili að verkefninu ásamt Norræna húsinu og Hönnunarmiðstöð Íslands. Auk þess munu margir aðilar frá deildinni taka þátt.

Garðar Eyjólfsson, dósent og fagstjóri í vöruhönnun og Elísabet V. Ingarsdóttir, stundakennari við hönnunar- og arkitektúrdeild, halda erindi. Sigrún Alba Sigurðardóttir, starfandi deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar, Thomas Pausz, aðjúnkt í vöruhönnun og Tinna Gunnarsdóttir, prófessor í vöruhönnun, munu stjórna umræðum. Síðast en ekki síst munu þær Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, nemandi á þriðja ári í vöruhönnun og Birgitta Steingrímsdóttir, fyrrum nemandi í líffræði við HÍ, segja frá verkefninu Fuglafár sem þær hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir.

 

Fyrirlesarar koma víðs vegar að, eftirfarandi eru nöfn þeirra í stafrófsröð:

Aidan O’Connor (Bandaríkin), sýningarstjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá AIGA, hönnunarsamtökum Bandaríkjanna
Anne-Louise Sommer (Danmörk), framkvæmdastjóri Hönnunarsafns Danmerkur og fyrrverandi rektor Hönnunarháskóla Danmerkur (Danmarks Designskole) 
Birgitta Steingrímsdóttir og Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, handhafar Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2016 
Elísabet V. Ingvarsdóttir (Ísland), Hönnuður og hönnunarsagnfræðingur
Garðar Eyjólfsson (Ísland), dósent og fagstjóri BA í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands 
Gréta Hlöðversdóttir (Ísland), framkvæmdastjóri As We Grow, handhafi Hönnunarverðlauna Íslands 2016
Guðni Elísson (Ísland), prófessor við Háskóla Íslands og stofnandi www.earth101.is 
Juliet Kinchin (Bretland/Bandaríkin), sýningarstjóri við MoMA í New York. 
Mette Sindet Hansen (Danmörk), stjórnandi stefnumótunar og samstarfs hjá INDEX: Design to Improve Life, sem ár hvert veitir hæstu peningaverðlaun í heimi á sviði hönnunar. 

 

Dagskrá og nánari upplýsingar má nálgast hér 

 

Facebook viðburður