Háskólafundur Listaháskólans býður upp á opið samtal í samstarfi við xHugvit um framtíð og hlutverk bæði skólans og skapandi greina í samfélaginu. Fundurinn er öllum opinn og gefur áhugasömum kærkomið tækifæri til þess að taka þátt í gefandi samtali um eina af meginstoðum samfélagsins; sköpunarkraftinn.

Á fundinum ætlum við að leika okkur með ögrandi spurningar í formi spilastokks. Stokkum og leikum, enda er tækifæri nú í aðdraganda kosninga að ræða stóru málin og fá nýja og ferska hönd.

Viðburður á Facebook

#gefiduppanytt
#haskolafundurLHI
www.xhugvit.is
www.lhi.is

 

Verk á ljósmynd: Anne Rombach