Gréta Kristín Ómarsdóttir útskrifaðist sem sviðhöfundur síðastliðið vor og í framhaldi var hún ráðin sem dramatúrg við Þjóðleikhúsið. Útskriftaverk hennar Stertabenda verður frumsýnt í kvöld í Þjóðleikhúsinu. 

Leikhúsið sýndi þessu áhuga og ég sló til, enda á verkið mikið inni. Ég sýndi það aðeins 4 sinnum í skólanum og því var kærkomið að fá að vinna það frekar. Ég er með sama leikhóp og samstarfið við þau hefur verið mjög gjöfult. Við erum búin að vinna verkið enn frekar og er ég mjög sátt. Aðspurð hvort hún sé stressuð fyrir kvöldinu segist hún alls ekki vera það enda lítið sem hægt sé að gera á frumsyningardag. Ég er búin með mitt og nú er bara að njóta, ég treysti hópnum fullkomlega til þess að skila sínu með sóma. 

 

Örfáar sýningar eru í boði og því hvetjum við alla að drífa sig í leikhús. 

 

Nánar um verkið og aðstandendur má finna á slóðinni http://www.leikhusid.is/Syningar/allt-leikarid/syning/2366/stertabenda

Eins er hægt að nálgast stiklu fyrir verkið á slóðinni https://www.youtube.com/watch?v=kE7r_xEmk9A